Þarf ég rakatæki ?
Á Íslandi er í flestum húsum mjög þurrt loft, sérstaklega þegar kalt er úti. Yfir há vetur er algengt að rakastig sé undir 20% ef frost er úti. Slíkt rakastig er ekki aðeins skaðlegt öllum viði s.s. hljóðfærum, húsgögnum, trégólfum ofl. heldur einnig húðinni okkar og öndunarfærum. Gott rakastig veitir aukna vellíðan og verndar húsbúnað og hljóðfæri. Það er altalað að t.d. píanó og flyglar eru mjög viðkvæm fyrir þurru lofti og geta skemmst við langvarandi þurrk. Þetta á líka við um önnur hljóðfæri úr viði.
Einfaldleiki Venta
Venta rakatæki eru hönnuð með endingu og þægilega umgengni
að leiðarljósi. Tækin er sérlega auðvelt að þrífa og svo eru þau afar hljóðlát. Þau gefa ekki frá sér vatnsgufu og þægilegt er að fylla á þau vatni.
Þjónusta
Píanóstillingar
Stilli píanó og flygla
innifaldar eru ýmiskonar
smáviðgerðir sem gera má
á staðnum.
Viðgerðir
Geri tilboð í stærri viðgerðir
s.s. að tónjafna og stilla spilverk, skipta um
strengi ofl.
Ráðgjöf
Veiti ráðgjöf varðandi kaup á nýjum og notuðum hljóðfærum. Met söluverð hljóðfæra ofl.