top of page
Heildarviðgerð á C. Bechstein flygli 1886 árgerð. Skipt um alla strengi, gert við hljómbotn ofl. Þetta er í annað sinn sem hljóðfærið er gert upp svo endingin er nokkuð góð, ekki satt ?
Hér má sjá breytinguna sem verður við að skipta um filt í nótnaborðum flygla. Hér er um að ræða Young Chang flygil um 30 ára. Mikið heyrðist í spilverkinu og við það að skipta um filt verður mikil breyting til batnaðar. Verkefni sem þetta kostar um 80-100 þús. kr.
Steinway Mod.C 227 cm. gerður upp fyrir Njarðvíkurkirkju 2020. Hljóðfærið er frá 1966 og er nú sem nýtt eftir sprautun, nýja strengi ofl.
Konungsflygillinn. Steinweg Nachf.Grotrian
frá um 1905 240 cm.
Gerður upp fyrir forsætisráðuneytið 2020 er nú í
Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu.
Þjónusta
Píanóstillingar
Stilli píanó og flygla
innifaldar eru ýmiskonar
smáviðgerðir sem gera má
á staðnum.
Viðgerðir
Geri tilboð í stærri viðgerðir
s.s. að tónjafna og stilla spilverk, skipta um
strengi ofl.
Ráðgjöf
Veiti ráðgjöf varðandi kaup á nýjum og notuðum hljóðfærum. Met söluverð hljóðfæra ofl.
bottom of page